Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

PCRN

Pre-Christian Religions of the North: Sources

Menu Search

in progress

Ingaldr encounters Þórr whilst out fishing. Þórr rescues Ingjaldr from the witchcraft of a troll-woman, Hetta.

text

[excerpt from] Bárð ch. 8b

8b.

Hetta er nefnd tröllkona. Hún átti byggð í Ennisfjalli og var hin mesta hamhleypa og ill viðskiptis bæði við menn og fénað.

Það var einn tíma að hún drap mart fé fyrir Ingjaldi að Hvoli. En er hann varð þess vís fór hann til móts við hana. Leitaði hún þá undan en hann elti hana allt í fjall upp.

Miklir voru í þann tíma fiskiróðrar á Snjófellsnesi og lét þó engi betur sækja en Ingjaldur. Var hann og hinn mesti sægarpur sjálfur.

En er Hetta dró undan mælti hún: "Nú mun eg launa þér fjártjón það er eg veld og vísa þér á mið, það er aldrei mun fiskur bresta ef til er sótt. Þarftu og ekki að bregða vanda þínum að vera einn á skipi sem þú ert vanur að vera."

Hún kvað þá vísu.

Róa skaltu fjall Firða
fram á lög stirðan,
þar mun gaur glitta,
ef þú vilt Grímsmið hitta.
Þar skaltu þá liggja.
Þór er vís til Friggjar.
Rói norpr hinn nefskammi
Nesið í Hrakhvammi.

Skildi þar með þeim. Þetta var um hausttíma.

Annan dag eftir reri Ingjaldur á sjó og var einn á skipi og rær allt þar til er frammi var fjallið og svo Nesið. Heldur þótti honum lengra en hann hugði. Veður var gott um morguninn. En er hann kom á miðið var undir fiskur nógur.

LItlu síðar dró upp flóka á Ennisfjalli og gekk skjótt yfir. Þar næst kom vindur og fjúk með frosti. Þá sá Ingjaldur mann á báti og dró fiska handstinnan. Hann var rauðskeggjaður. Ingjaldur spurði hann að nafni. Hann kveðst Grímur heita. Ingjaldur spurði hvort hann vildi ekki að landi halda.

Grímur kveðst eigi búinn "og máttu bíða þar til er eg hefi hlaðið bátinn."

Veður gekk upp að eins og gerði svo sterkt og myrkt að eigi sá stafna í milli. Tapað hafði Ingjadur önglum sínum öllum og veiðarfærum. Voru og árar mjög lúnar. Þóttist hann þá vita að hann mundi ekki að landi ná sakir fjölkynngis Hettu og þetta mundu allt hennar ráð verið hafa. Kallaði hann þá til fulltings sér á Bárð Snæfellsás. Tók Ingjald þá fast að kala því að drjúgum fyllti skipið en frýs hvern ádrykk þann er kominn var. Ingjaldur var vanur að hafa yfir sér einn skinnfeld stóran og var hann þar í skipinu hjá honum. Tók hann þá feldinn og lét yfir sig til skjóls. Þótti honum sér þá vísari dauði en líf.

Það bar til um daginn heima að Ingjaldhvoli um miðdegi að komið var upp á skjá um máltíð í stofu og kveðið þetta með dimmri raust:

Út reri einn á báti
Ingjaldr í skinnfeldi.
Týndi átján önglum
Ingjaldr í skinnfeldi
og fertugu færi
Ingjaldr í skinnfeldi.

Aftr komi aldrei síðan
Ingjaldr í skinnfeldi.

Mönnum brá mjög við þetta en það hafa menn fyrir satt að Hetta tröllkona muni þetta kveðið hafa því að hún ætlaði, sem hún vildi að væri, að Ingjaldur skyldi aldrei aftur hafa komið sem hún hafði ráð til sett.

En er Ingjaldur var nálega að bana kominn sá hann hvar maður reri einn á báti. Hann var í grám kufli og hafði svarðreip um sig. Ingjaldur þóttist þar kenna Bárð vin sinn.

Hann reri snarlega að skipi Ingjads og mælti: "Lítt ertu staddur kumpán minn og voru það mikil undur að þú, jafnvitur maður, lést slíka óvætt ginna þig sem Hetta er og far nú á skip með mér ef þú vilt og prófa að þú fáir stýrt en eg mun róa."

Ingjaldur gerði svo. Hvarf Grímur þá á bátinum er Bárður kom. Þykir mönnum sem það muni Þór verið hafa. Bárður tók þá að róa allsterklega og allt þar til er hann dró undir land. Flutti Bárður Ingjald heim og var hann mjög þjakaður og varð hann alheill en Bárður fór heim til síns heimilis.

There was a troll-woman named Hetta. She had a dwelling in Ennisfjall and was the worst shape-shifter, dealing cruelly with both man and beast.

One time she killed much of the livestock belonging to Ingjaldr at Hvol. When he realised this, he went to meet her. She fled, but he pursued her up into the mountain.

In those days there was a great deal of fishing off Snæfellsnes, and no one was better at getting his men out to sea than Ingjaldr. He was also the most daring of fishermen himself.

But as Hetta drew away from him, she announced: "Now I shall repay you for the losses I caused and show you a fishing bank where there is never any lack of fish for those who go seeking. And you need not break your habit of being alone on shipboard as you are accustomed to be."

Then she spoke a verse:

3.You shall row past the mountain of fjords  [mountain of fjords: perhaps Kirkjufell]
out on the troubled sea,
there the cod will glitter,
if you would find Grímr's Bank.
There you shall then lie at anchor.
Þórr has love for Frigg.
Let the snub-nosed shiverer row
Along the headland in Hrakhvamm.

Then they parted. That was in the autumn.

Ingjaldr, alone on the ship, rowed out to sea the day after. He rowed until he was far away from the mountain and the peninsula. It seemed to him rather farther than he had thought. The weather was good in the morning, and when he came to the bank, there were plenty of fish.

A bit later a cloud drifted up from Ennisfjall and quickly covered the sky. Next the wind came up, and it snowed with frost. Then Ingjaldr saw a man in a boat who pulled in fish mightily. He was red-bearded. Ingjaldr asked him his name, and he replied that he was called Grímr. Ingjaldr asked if he would not like to head for land.

Grímr replied that he was not ready, "and you must wait here until I have filled the boat."

The weather worsened, becoming so stormy and murky that one could not see from stem to stern. Ingjaldr had lost all his hooks and fishing tackle. The oars were also much battered. He thought that he would never reach land on account of Hetta's witchcraft and felt that all of this had been her doing. He called on Bárðr Snæfellsás to help him. Ingjaldr was quickly growing cold because the ship took on water, and each wave froze as it came in. Ingjaldr was accustomed to have a great fur cloak over him, and it was there in the ship with him. He took the cloak and pulled it over himself for protection. Death seemed more certain to him than life then.

That day at home in Ingjaldrshvol it happened around midday that someone came to the window of the main room about meal time and spoke these words in a deep voice:

4.Out he rowed alone in his boat,
skin-cloaked Ingjaldr.
Eighteen hooks he lost
skin-cloaked Ingjaldr
and a forty-yard line
skin-cloaked Ingjaldr.
May he never return again
skin-cloaked Ingjaldr.

People were startled by that, but it was held to be true that Hetta the troll-woman must have said these words, believing, just as she hoped, that Ingjaldr ought never to return, exactly as she had planned it.

When Ingjaldr was nearly dead, he saw a man rowing alone in a boat. He was in a grey cowl with a rope of hide around his waist. Ingjaldr thought that he recognised his friend Bard.

He rowed swiftly to Ingjaldr's ship and announced: "You are doing poorly, my companion, and it is a great wonder that you, such an intelligent man, should allow an evil being like Hetta to trick you. Now get into the ship with me, if you will, and see if you can steer, and I will row."

Ingjaldr did so. Grímr had disappeared on the boat when Bárðr arrived. It is thought by people that it must have been Þórr. Bárðr rowed strongly until he reached land. Bárðr took Ingjaldr home; he was terribly tired, but he regained full health. Bárðr left for his home.

[status: unverified copy]

commentary

context

This episode occurs within the narrative Bárðar saga Snæfellsáss, thought to be written in the late 14th century. It is noted for its supernatural and folkloristic elements.

commentary

(Contributed by Anna Millward.)

tags

Main text: Bárðar saga Snæfellsáss

Attributes: storms, bad weather Witchcraft Þórr appears in disguise

Named things: Þórr

Text sections: Anon Bárð 8bV

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close