Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

PCRN

Pre-Christian Religions of the North: Sources

Menu Search

in progress

The shepherd Hallbjörn struggles to compose a praise-poem for the dead poet, Þorleifr. He performs útiseta by sitting on Þorleifr’s grave mound every night. One night, Hallbjörn dreams that the mound-dweller Þorleifr visits him and recites a poem for Hallbjörn to remember.

text

[excerpt from] ÞorlJ ch. 8b

8b.

Sá maður bjó þá á Þingvelli er Þorkell hét. Hann var auðigur maður að ganganda fé og hafði jafnan hægt í búi. Engi var hann virðingamaður.

Sauðamaður hans hét Hallbjörn og var kallaður hali. Hann vandist oftlega til að koma á haug Þorleifs og svaf þar um nætur og hélt þar nálægt fé sínu. Kemur honum það jafnan í hug að hann vildi geta ort lof kvæði nokkurt um haugbúann og talar það jafnan er hann liggur á hauginum en sakir þess að hann var ekki skáld og hann hafði þeirrar listar eigi fengið fékk hann ekki kveðið og komst aldrei lengra áfram fyrir honum um skáldskapinn en hann byrjaði svo:

Hér liggr skáld.

En meira gat hann ekki kveðið.

Það var eina nátt sem oftar að hann liggur á hauginum og hefir hina sömu iðn fyrir stafni ef hann gæti aukið nokkuð lof um haugbúann. Síðan sofnar hann og eftir það sér hann að opnast haugurinn og gengur þar út maður mikill vexti og vel búinn.

Hann gekk upp á hauginn að Hallbirni og mælti: "Þar liggur Hallbjörn og vildir þú fást í því sem þér er ekki lánað, að yrkja lof um mig og er það annaðhvort að þér verður lagið í þessi íþrótt og munt þú það af mér fá meira en vel flestum mönnum öðrum og er það vænna að svo verði ella þarftu ekki í þessu að brjótast lengur. Skal eg nú kveða fyrir þér vísu og ef þú getur numið vísuna og kannt hana þá er þú vaknar þá munt þú verða þjóðskáld og yrkja lof um marga höfðingja og mun þér í þessi íþrótt mikið lagið verða."

Síðan togar hann á honum tunguna og kvað vísu þessa:

Hér liggr skáld það er skálda
skörungr var mestr að flestu.
Naddveiti frá eg nýtan
níð Hákoni smíða.
Áðr gat engr né síðan
annarra svo manna,
frægt hefir orðið það fyrðum,
férán lokið hánum.

"Nú skaltu svo hefja skáldskapinn að þú skalt yrkja lofkvæði um mig þá er þú vaknar og vanda sem mest bæði hátt og orðfæri og einna mest kenningar."

Síðan hverfur hann aftur í hauginn og lýkst hann aftur en Hallbjörn vaknar og þykist sjá á herðar honum. Síðan kunni hann vísuna og fór síðan til byggða heim með fé sitt eftir tíma og sagði þenna atburð. Orti Hallbjörn síðan lofkvæði um haugbúann og var hið mesta skáld og fór utan fljótlega og kvað kvæði um marga höfðingja og fékk af þeim miklar virðingar og góðar gjafir og græddi af því stórfé, og gengur af honum mikil saga bæði hér á landi og útlendis þó að hún sé hér eigi rituð.

En frá bræðrum Þorleifs er það að segja að næsta sumar eftir andlát hans fóru þeir utan, Ólafur völubrjótur og Helgi hinn frækni, og ætluðu til hefnda eftir bróður sinn. En þeim varð eigi lagið þá enn að standa yfir höfuðsvörðum Hákonar jarls því að hann hafði þá enn eigi öllu illu því fram farið sem honum varð lagið sér til skammar og skaða. En þó brenndu þeir mörg hof fyrir jarlinum og gerðu honum margan fjárskaða í ránum og hervirki er þeir veittu honum og margri annarri óspekt.

Og lýkur hér frá Þorleifi að segja.

A man called Þorkell lived at Þingvellir. He was wealthy, with a lot of cattle, and a comfortable farm, but he was not a man of rank.

He had a shepherd called Hallbjörn, who had the nickname hali (Tail). He often came to Þorleifr's mound and spent the night there, keeping his flock nearby. It regularly occurred to him that he would like to compose a praise poem about the mound dweller, and he often said so when lying on the mound. But because he was not a poet and he did not have that gift, he was not able to compose anything, and never got any further in his poetry than this beginning:

Here lies a poet.

He was unable to compose any more.

One night as usual he was lying on the mound and was still trying to see if he could make his praise of the mound dweller any longer. Then he fell asleep and saw the mound opening up and a large and well-dressed man coming out of it.

He went up onto the mound and said to Hallbjörn, "There you lie, Hallbjörn, and you would like to struggle with something not in your power, namely to compose in praise of me. And either you will become expert in this art, and you can get this from me more than most others, and it is likely that this will happen, or else there will be no point in your struggling with this any longer. I will now recite you a verse and if you can learn it and remember it when you wake up, then you will become a great poet and will compose the praise of many chieftains, and you will be a great expert in this art."

He pulled Hallbjörn's tongue and spoke this verse:

Here lies a poet, who
was best of all poets.
I hear the skilful man
crafted abuse of Hákon.
No other man, before
or after, got to pay
him back for his thieving;
that's well known everywhere.

"Now you can begin your poetic career by composing a praise poem about me when you wake up. Make sure it is elaborate in both metre and diction, and especially in kennings."

He went back into the mound and it closed behind him. Hallbjörn woke up and thought he saw his shoulders disappearing. He could remember the poem and went back to the farm with his flock after a while, and told what had happened. Then Hallbjörn composed a poem in praise of the mound dweller and became a great poet. He often went abroad and composed poems about many chieftains, and received honour and good gifts from them, and that wealth increased. There is a story about him that is well-known both in Iceland and abroad, though it is not written down here.

Þorleifr’s brothers Ólafr and Helgi travelled to Norway the summer after his death, intending to avenge his death. But they were not yet fated to have Earl Hákon head at their feet because he had not yet done all the evil which was destined for his shame and harm. However, they managed to burn many of the earl's temples, and depleted his wealth through robbery and pillage and other disturbance.

And this is the end of what there is to say about Þorleifr.

[status: in progress]

commentary

context

This episode occurs within Þorleifs þáttr jarlsskálds, which is in turn one of many narratives preserved in the 14th-century manuscript, Flateyjarbók.

commentary

(Contributed by Anna Millward.)

tags

Main text: Þorleifs þáttr jarlaskálds

Attributes: Dream Magical ritual Mound Temple Útiseta Mound dweller Poetry destruction of temple burning Dream Second sight

Named things:

Text sections: unattrib ÞorlJ 8bI

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close